http://simnet.is/silfurskogar/sitemap.xml.gz

Kanínur 4

Flestar af kanínunum okkar flokkast til svokallaðra smákanína. Þessar smákanínur eru misstórar, það eru helst karldýrin sem eru lítil. Smákanínurar eru allar nema ein með blá augu. Þær eru flestar hvítar, þá gular og marglitar. Hvítu kanínurnar eru erfiðar í ræktun karldýrin frekar léleg og einþykk. Hvítu kvendýrin eru ljúf og hress sem og þær gulu en þær marglitu eru frekar feimnar. Þær hvítu og gulu eru með mjög stór augu. Stofn þessara dýra má rekja til þriggja blárra kanína sem við fengum í Dýralandi um og eftir 1990. Þegar sá stofn var að þrotum kominn fengum við einn mjög lítinn karl frá Ingibjörgu í Ásgarði til að hressa upp á stofninn. Þá fengum við í hendurr um 15 nýinnfluttar kanínur frá Dýraríkinu til vörslu og uppeldis. Nokkrum þessara dýra var skilað aftur og önnur náðu ekki þroska. Í þessum innflutningi voru nokkur dýr með blá augu sem við höfum ræktað áfram allt fram á þennan dag (janúar 2016). Fjögur ung dýr af ætt lionhead komu hópinn snemma vors og aðlagast vel. Þann 28. desember 2015 bættust í hópinn tveir ársgamlir angórukarlar Goði og Gaur.

Silfurskógar ehf.  Silfurgötu 41  340 Stykkishólmi. Símar  8642341   7772341