http://simnet.is/silfurskogar/sitemap.xml.gz

Kanínur 6

Besta kanínufóðrið er sólþurrkað hey, þá gott rúlluhey. Með þessu má gefa þeim íslenskt bygg. Til margra ára höfum við gefið  kanínunum hestamuslí fyrst Pavo frá Líflandi og síðustu þrjú ár tvær gerðir sem Kaupfélag Borgfirðinga flytur inn. Nú orðið eru lítil sem engin afföll af þessu fóðri. Með þessu fá kanínurnar alaskavíði allt árið um kring, fíflablöð, njóla og skógarkerfil frá vori og fram á haust.

Undirburður

Kanínurnar er ekki á netgrindum hjá okkur heldur höfum við spæni og hálm undir þeim á hörðum botni. Teppabútur er undir angórakanínunum.

Yfirfarið 1.jan. 2016

Silfurskógar ehf.  Silfurgötu 41  340 Stykkishólmi. Símar  8642341   7772341