http://simnet.is/silfurskogar/sitemap.xml.gz

Kennsla


Íslenska fyrir útlendinga

Íslenskukennsla fyrir útlendinga einn eða fleiri saman. Fjöldi tíma og tímasetning eftir samkomulagi. Kennslan miðast fyrst og fremst við að hjálpa fólki að gera sig skiljanlegt á íslensku og þá sérstaklega á vinnustað.  

Kennslustaður í Stykkishólmi.


Lestrar- og stærðfræði stuðningur

Lestrar- og stærðfræðinám fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með lestur og stærðfræðiskilning. Stuðst er við áratuga reynslu við kennslu og m.a. þekking á Davislestraraðferð og notkun Numicon stærðfræðikubba sem eru nýung ú stærðfræðikennslu á Íslandi. Kennslutími eftir samkomulagi.  

Kennslustaður í Stykkishólmi.


Hugleiðingar um námskeið

Hugtakið námskeið getur falið í sér  nokkrar víddir. Námskeið geta verið stutt og löng til eru svonefnd örnámskeið og röð námskeiða sem við nefnum oft nám. Örnámskeið standa  venjulega stutt yfir eða 2-3 klst. Stutt námskeið eru gjarnan um 6 – 9 klst. og þau lengri 9 klst og lengur. Námskeiðaröð getur verið röð námskeiða af sama toga eða röð af blönduðum námskeiðum ótengdum sem tekin eru yfir langt tímabil eins og áratug eða lengur. Námskeið er nám og líta má á að eitt námskeið sé hluti af stærri heild samanber nemandi sem situr mörg skipulögð námskeið (nám) öðlast ákveðna þekkingu. Þá má velta því fyrir sér hvaða gagn við höfum af því að sækja námskeið eins og handverksnámskeið. Það er harla ólíklegt að við hittum naglann á höfuðið í fyrsta höggi á leið okkar upp á réttu hilluna í handverkinu eða lífinu. Ekki er óalgengt að fólk fari á námskeið tengt tískusveiflu í samfélaginu, þegar heim er komið fjarar áhuginn út vegna einhverra aðstæðna. Leiða má rök að því að viðkomandi námskeið nýtist samt seinna á lífleiðinni. Með því að sækja mörg ólík handverksnámskeið byggjum við upp grunn þekkingar, kynnumst nýjum efnum og aðferðum sem við þekktum ekki áður og sjónarmiðum sem við höfðum ekki einu sinni hugleitt að væru til. Þá förum við að geta skapað sjálf í mismunandi efni og framkvæmt andans hugarsmíð t.d. með því að setja saman hluti úr ólíkum efnum og þar með stuðlað að því að áhuginn fjarar ekki svo glatt út og viðhelst af sjálfu sér. Það er þá sem við getum farið að þróa og þroska okkar eigið handverk skref fyrir skref, handverk sem við höfum áhuga á hverju sinni hvort sem unnið er með hörð efni eins og málma og gler eða mjúk efni eins og leður og tau svo dæmi séu tekin. Það er mjög tímafrekt að þróa og þroska sitt eigið handverk. Bak við lítinn hlut liggur oft mikil vinna í þróun svo kemur að því að vinna hlutinn sjálfan sem er þáttur út af fyrir sig. Þá þarf að aga handbrögðin og vera í sátt við það sem verður til milli handanna hverju sinni. Þá er og mikilvægt er að fá fram skoðanir annarra. Ekki til að rjúka í einhverjar breytingar umhugsunarlaust heldur til að safna í sarpinn til að geta áttað sig betur á því sem milli handanna er.

Trausti Tryggvason 

Silfurskógar ehf.  Silfurgötu 41  340 Stykkishólmi. Símar  8642341   7772341