http://simnet.is/silfurskogar/sitemap.xml.gz

Numicon 

Námsferðir til Brighton og aðra staði  innan Englands

Ég heiti Kristín Wallis og hef verið búsett í Englandi til fjölda ára. Ég er kennari að mennt og starfaði í Primary scool (yngribarna skóla) hér í Englandi í nokkur ár og í tólf ár í grunnskólum á Íslandi áður en ég flutti, ásamt því að halda Numicon námskeið, eða síðan 2005. Náms- og kynnisferðir hafa verið skipulagðar fyrir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og aðrar starfsstéttir síðan 2007. Ég hef lagt kennsluna sjálfa á hilluna og einbeiti mér að námsferðum til englands og Numicon námskeiðum bæði í og á Íslandi.

Mikill metnaður eru lagður  í að gera ferð hvers og eins hóps sem þægilegasta, fræðandi og sem skemmtilegasta enda er Brighton frábær strandbær. Námskeiðin og heimsóknir sem boðið er upp á eru mjög áhugaverð, skemmtileg, fræðandi og fjölbreytt, t.d útikennsla, skólaheimsóknir, leiðsagnarmat, Numicon, Mindfulness,  storytelling námskeið og afþreyingar eins og kastalaferð, strandblak og sjósund.  Verslanir   og veitingastaðir eru við hóteldyrnar og námskeið oft í stuttu göngufæri frá hótelinu. 

Ég hef byggt upp mjög góð sambönd við skóla og námskeiðshaldara í Brighton og víðar.  Hægt er að koma allt árið.

Bókunarferlið

Ég bóka frá flugi til hins minnsta leigubíls og  hópar geta verið af öllum stærðum og gerðum. Það er hægt að bóka allt að ári fram í tímann.

Hafið samband annað hvort með því að senda mér tölvupóst á kristinwallis@vikingur.co.uk eða hringja í 00441793700434 Einnig er hægt að hringja í gegnum skype (Kristín Wallis) eða með facebook appi (Kristín Wallis- Numicon). 

Flug , hótel og fararmáti er  í kjölfarið bókað í samræmi við hámarskfjöldann. Einnig rútur og annar fararmáti þegar nær dregur.

Bókunargjald

Ég tek engin bókunargjöld í upphafi né aðrir sem að koma vegna ferðanna. Skipulagsgjald og annar kostnaður er greiddur um 6-8 vikum fyrir komu.

Valið 

Hægt er að koma með óskir en einnig er sendur út listi með hugmyndum af námskeiðum og heimsóknum sem hægt er að sækja meðan á dvöl stendur. Ég bóka öll námskeið og skólaheimsóknir. Öll námskeiðin eru mjög fræðandi og skemmtileg sem og heimsóknir sem m.a geta falið í sér fyrirlestur og spjall um leiðsagnarmat.

Styrkir

Styrkina sjálfa þurfið þið að sækja um sjálf. Fyrst þarf að  sækja um vilyrði fyrir ferðinni/styrknum og svo sækir hver og einn KÍ félagi um hann um leið og flug og kostnaður erlendis hefur verið greidd og kvittanir sendar inn eða fyrir þann tíma sem  félögin setja upp. Ég get þó svarað töluvert af  spurningum varðandi styrkina. 

Veitingastaðir og afþreying

Það er tilvalið að skoða www.visitbrighton.com Ég panta svo það sem óskað er eftir.

Facebook

Þið finnið mig á https://www.facebook.com/Kristin.Wallis.Numicon

Ferðin sjálf

Þið komið ykkur sjálf út á Leifsstöð og heim þaðan aftur. Á flugvellinum í Englandi mun bíða ykkar bílstjóri og farartæki,  ég er nær alltaf á hótelinu til að taka á móti  ykkur og  verð innan handar meðan á vinnudögunum stendur sem og halda Numicon námskeið þegar við á.  Leigubílar í skólaheimsóknir bíða ykkar á morgnana fyrir utan hótelið, rútur í útikennsluna og annað sem þarf að ferðast til. Allt fyrirfram bókað af mér . Í flestum tilfellum eru bílar bókaðir til baka, nema annað sé tilgreint í dagskránni  (t.d er stundum hægt að labba til baka eða bílar bókaðir fyrir ykkur þegar þið eruð tilbúin að fara af námskeiði/heimsóknum). Hótelið sem gist er á er á flottum stað í Brighton og stutt labb í allar áttir hvort sem það er í búðir, höllina, á lestarstöðina eða á ströndina. 

Hafið endilega samband ef þið eruð að huga að náms- eða kynnisferð til Englands. Hlakka til að heyra frá ykkur.    Myndasíða.


Numicon námskeið

Numicon námskeiðin eru haldin bæði í Englandi og á Íslandi   ( þá sérstaklega á Íslandi í ágúst) en allt árið í Englandi. Ég hef unnið með Numicon síðan 2005 þegar ég kynntist höfundunum sjálfum sem um leið kenndu mér á þessar töfragræjur og hugmyndafræðina á bak við notkun þeirra.  Ég sé alfarið um Ísland og Færeyjar fyrir þeirra hönd. Námskeið er hægt að velja þegar komið er í námsferð til Englands, bóka sig á fyrirfram auglýst námskeið á Íslandi eða einfaldlega fá dagsnámskeið í skólann eða bæjarfélagið . 

Numicon  og  Cuisenaire talnastangir

Numicon er upphaflega byggt á hugmyndum frá Maria Montessori og Catherine Stern.  Höfundarnir búa allir á Brighton svæðinu  í Englandi og rannsóknir  sem fóru fram á árunum 1996-1998 voru gerðar í skólum á því svæði. Þær niðurstöður leiddu til þess að Numicon námsgögnin fóru í framleiðslu og ekkert stoppar framgöngu þeirra enda frábær námsgögn.  Námsgögnin  henta vel fyrir hvaða aldur  sem er.  Með því að gefa nemendum tækifæri á að nota Numicon og Cuisenaire talnastangir (sem eru notaðar samhliða í verkefnum sem koma frá Numicon.  Einnig er mælt með í handbók Sprota að nota þannig námsgögn til að efla skilning nemenda á stærðfræði),  þá læra þeir  að sjá mynstrið í stærðfræðinni á augljósari hátt og efla í leiðinni sjónræna minnið.  Einnig verða nemendur færari í að  útskýra, rökstyðja og meta eigin þátttöku og velgengi.  Frasi sem Numicon hefur notað er “There is no magic in the plastic”  og þýðir í raun að það er ekki nóg að eiga námsgögnin, það þarf að nota þau til að gæði þeirra og töfrar komi í ljós. 

Myndasíða.

Silfurskógar ehf.  Silfurgötu 41  340 Stykkishólmi. Símar  8642341   7772341