http://simnet.is/silfurskogar/sitemap.xml.gz

Fatatölur

Við smíðum tölur eftir þínum þörfum. Þú kemur með hugmyndir af því sem þú vilt láta gera. Þú getur t.d. komið með mynd eða teikningu af tölunni eða tölunum og ákveður efni, áferð og yfirborðsmeðhöndlun, þykkt og fjölda gata. Efniviðurinn sem er í boði á lager er nokkuð fjölbreyttur. Hægt er með góðum fyrirvara að fá aðrar viðartegundir. Tíminn sem tekur að panta sérstaka viðartegund og eða meðhöndla hana fyrir smíðarnar getur tekið allt að 6 mánuðum. Stærðir eru frá ca. 1 - 4 cm (venjulegar stærðir) og uppúr. Áferð getur verið margvísleg bæði gróf og fín. Oftast eru tölurnar pússaðar með sandpappír frá númer 230 til 1200. Yfirborðið er oftast meðhöndlað með sérblönduðum olíum og vaxi. Hægt er að meðhöndla þær með Epoxy efnum og eru þær þá háglansandi. Ennfremur er hægt að lita tölurnar með bæsum og eins að setja hvítar yrjur í viðinn á sumum viðartegundum. Hreindýrahornin er auðvelt að lita. Verð á efni í hverja tölu fer að sjálfsögðu eftir stærð hennar og efninu sem valið er. Allt efni er þurrkað, rakastig 6-8% til að tryggja að sem fæstar sprungur myndist í efninu. Oftar en ekki er verðið á efninu óverulegur þáttur en þar sem merkið (V4) er til staðar fer efnisverðið að skipta máli. Að jafnaði má gera ráð fyrir að grunnverð hverrar tölu sé um 400 krónur síðan bætist efnið við verðið.

Námskeið í fatatölugerð

Myndir af fatatölum

Efniviður

Fura litur ljós, efniviður mjúkur      Ísland

Greni litur ljóst, efniviður mjúkur    Ísland

Lerki litur gullin-brúnt, efniviður harður    Ísland

Birki litur ljóst venjulegt, efniviður meðal harður   Ísland

Birki litur ljóst með óreglulegum smá kvistum, efniviður harður  (V4) Ísland

Birki litur ljóst með svörtum víum, efniviður meðal harður  (V4)  Ísland

Rekaviður litur rauðbrúnn eða gulbrúnn efniviður meðal harður

Hlynur litur hvítleitur, efniviður mjög harður

Eik  litur ljósrauðgullin- brúnn, efniviður harður

Askur litur ljósgullin, efniviður harður

Ebony litur svartur og svartbrúnn frá Laos, efniviður harður (V4)

Ebony litur svartur frá Gaboon, efniviður harður (v4)

Blackwood litur svartur frá S- Afiríku, efniviður harður (v4)

Blackwood litur svartur frá Burma, efniviður harður (v4)

Purpurahjarta litur fjólurautt, efniviður harður  

Pink Ivory litur rauðbleikur yfir í bleikbrúnan, efniviður mjög harður (v4)

Snakewood litur rauðbrúnn með ótrúlegu munstri, aðeins litlar tölur (v4)

Marple burr litur dökk brúnn með smákvistum, efniviður meðal harður (v4)

Rosewood litur ljós-yrjóttur með purpuralit frá A-Indlandi, efniviður harður (v4)

Yellowheart litur gulur, efniviður frekar mjúkur 

Cocobolo litur marglitt, brúnir, gulir og svartir litir,  efniviður harður (v4)

Wengi litur dökkt, svart með brúnleitum yrjum, efniviður harður

Maghogany litur rauðbrúnt, efniviður meðal harður

Tekk litur kakóbrúnt frá Síam (Tælandi), efniviður meðal harður 

Gullregn litur ljóst með dökkbrúnum kjarna, efniviður mjög harður   Ísland

Greinar  tölurnar teknar úr ýmsum tegundum af greinum með berki

Hreindýrahorn ljóst, efniviður harður og meðal harður   Ísland

Kindahorn  dökkt/ljóst meðal harður   Ísland

Kopar  mjúkur málmur litur koparlitur


Myndir af fatatölum

Silfurskógar ehf.  Silfurgötu 41  340 Stykkishólmi. Símar  8642341   7772341